Nýárssala norska flugfélagsins Norwegian var að hefjast og þar margt safaríkra fargjalda á boðstólum. Ekki síst fyrir þá sem dreymir ævintýraferðir en hafa úr litlu að spila.

Extra ljúf flugtilboð frá Norwegian í loftinu núna.

Extra ljúf flugtilboð frá Norwegian í loftinu núna.

Nægir kannski að nefna Karíbahafsferð til Puerto Rico fram og aftur fyrir fimmtán þúsund krónur og þið áttið ykkur á hvað við meinum með ruglverði. Það er raunverulega í boði frá Osló næstu mánuði á takmörkuðum dagsetningum og inn í verðið vantar farangur sem kostar aukalega.

Gott engu að síður og ekki síðra er flug aðra leið til Antalya í Tyrklandi í ágústmánuði fyrir rúmar sex þúsund krónur með sömu skilmálum. Nú eða fram og aftur til Búdapest yfir sumarmánuðina niður í tólf þúsund krónur á mann.

Hér tipplað á örfáum tilboðum Norðmannanna og vert að skoða hvað er í boði og ekki síst vegna þess að fyrir Íslendinga er einfalt, fljótlegt og yfirleitt ódýrt að fljúga til Osló og til baka. Þá eiga margir vini eða ættingja þar í landi og því hæg heimatökin að útbúa dýrindis utanlandsferð fyrir fjölskylduna á botnverði.

Þú hefur tvær vikur til að kaupa flug á tilboðsverði og verður að fljúga fyrir október á næsta ári. Góður tími til stefnu.

Meira hér.