Glansinn loksins farinn af borginni Pattaya á Tælandi eftir áralangar fregnir af niðurníðslu, spillingu, kynlífsþrælkun og hrapallegri framtíðarsýn? 

Pattaya í Tælandi nýtur hrapandi vinsælda og verðlag lækkar sem því nemur.

Pattaya í Tælandi nýtur hrapandi vinsælda og verðlag lækkar sem því nemur.

Eitthvað virðist benda til þess að svo sé því Alþjóðaferðamálastofnunin, UNWTO, hefur birt tölur um ferðalög árið 2012 sem gefa til kynna að óvíða í heiminum fækkaði ferðamönnum jafn mikið og í Pattaya eða um heil 20% milli ára. Er það drjúgur fjöldi enda hafa að meðaltali 5 milljónir manna dvalið árlega á Pattaya hin síðari ár.

Tæland reyndar í heild tapar ekki ferðamönnum heldur þvert á móti og reiknast mönnum til að 18% fleiri hafi heimsótt landið 2012 en 2011. Fækkunin virðist því einskorðast við Pattaya sem var fyrsti áfangastaður erlendra ferðamanna í einhverjum mæli í landinu á sínum tíma. Hann ber þess slæm merki.

Góðu fréttirnar eru þær að sökum samdráttarins hefur verð á mat, þjónustu og gistingu á Pattaya strax lækkað og því verður kannski möguleiki fyrir kalda Frónbúa að ferðast þangað aftur án þess að brjóta bankann eða fá eilíft sjokk yfir kreditkortareikningnum um mánaðarmótin.