Skip to main content

Margir með snert af ævintýramennsku kannast við að vera staddir erlendis og vanta hótel hið snarasta. Ástæðurnar geta verið margar en jafnvel með fínni nettengingu getur verið bölvað vesen og afar tímafrekt að finna hótel með litlum fyrirvara og litlum tilkostnaði.

Priceline er með sérstök tilboð á hótelum með engum fyrirvara

Priceline er með sérstök tilboð á hótelum með engum fyrirvara

Nú vilja bændur meina að svona mál sé auðleyst svo lengi sem fólk á snjallsíma.

Bandaríski ferðavefurinn Priceline hefur nefninlega kynnt til sögunnar svokallaðan hotel negotiator sem tengjast má gegnum síma.

Er hann ætlaður þeim er vantar hótel sama dag eða innan klukkustunda og geta viðkomandi gert boð í hótelherbergi í rauntíma. Sökum þess að mörg hótel vilja fremur leigja herbergi ódýrt þegar liðið er á daginn en að láta það standa autt er oft um töluverðan afslátt að ræða. Hægt er að bjóða í herbergi fram til klukkan 23 kvöldið sem gista á.

Notendur verða að skrá sig inn til að nota þjónustu þessa.