Tvær stærstu ferðaskrifstofur landsins eru Úrval Útsýn og Heimsferðir sem löngum hafa eldað silfur þó sjaldan hafi það verið ýkja grátt. En auglýsing ein í glænýjum bæklingi ÚÚ bendir til að samkeppnin hafi farið fyrir lítið og samkrull sé meira raunin.
Aðeins tvær aðkeyptar auglýsingar eru í nýjasta sumarbæklingi ÚÚ sem út kom í dag. Frá ríkisfyrirtækinu Landsbankanum sem í sjálfu sér á ekki að koma á óvart enda Pálmi Haraldsson, eigandi Úrval Útsýn, löngum tíður gestur þar á gólfum.
Hins vegar auglýsing frá flugfélaginu Primera Air þar sem fram kemur að það flugfélag fljúgi allar ferðir Úrval Útsýn í sumar.
Gallinn bara sá að Primera Air er í meirihlutaeigu Andra Ingólfssonar sem einnig á og rekur nokkrar ferðaskrifstofur og þar á meðal Heimsferðir.
Þetta þýðir sem sagt að eigandi Heimsferða veit upp á hár hversu margir ferðast með helsta og stærsta samkeppnisaðilanum.
Aðeins á Íslandi.