Skip to main content

Tvær stærstu ferðaskrifstofur landsins eru Úrval Útsýn og Heimsferðir sem löngum hafa eldað silfur þó sjaldan hafi það verið ýkja grátt. En auglýsing ein í glænýjum bæklingi ÚÚ bendir til að samkeppnin hafi farið fyrir lítið og samkrull sé meira raunin.

Samkeppni? Skjáskot af sumarbæklingi ÚÚ

Samkeppni? Skjáskot af sumarbæklingi ÚÚ

Aðeins tvær aðkeyptar auglýsingar eru í nýjasta sumarbæklingi ÚÚ sem út kom í dag. Frá ríkisfyrirtækinu Landsbankanum sem í sjálfu sér á ekki að koma á óvart enda Pálmi Haraldsson, eigandi Úrval Útsýn, löngum tíður gestur þar á gólfum.

Hins vegar auglýsing frá flugfélaginu Primera Air þar sem fram kemur að það flugfélag fljúgi allar ferðir Úrval Útsýn í sumar.

Gallinn bara sá að Primera Air er í meirihlutaeigu Andra Ingólfssonar sem einnig á og rekur nokkrar ferðaskrifstofur og þar á meðal Heimsferðir.

Þetta þýðir sem sagt að eigandi Heimsferða veit upp á hár hversu margir ferðast með helsta og stærsta samkeppnisaðilanum.

Aðeins á Íslandi.