Skip to main content

Þá getur fólk á leið til Berlínar tikkað við enn einn nýjan staðinn til að kíkja á í þeirri ágætu borg. Eitt umdeildasta safn landsins hefur nú formlega opnað þó spurning sé hversu lengi það verður.

Mannslíkaminn frá A til Ö á glænýju safni í Berlín.

Mannslíkaminn frá A til Ö á glænýju safni í Berlín.

Menschen Museum heitir mikið og stórt safn í kjallara sjónvarpsturnsins við Alexanderplatz og því auðfundið. Hér gefur að líta mannslíkama og hina og þessa líkamshluta fólks sem varðveittir hafa verið með umdeildri plöstun sem svo er kölluð. Þá hefur fituvefum verið skipt út fyrir sílikon en þannig varðveitist lífrænt efni án þess að grotna niður, mygla eða lykta.

Þetta er með öðrum orðum sýning um mannslíkamann og það nokkuð umfangsmikið. Það sem aftur á móti gerir safnið umdeilt er fyrrnefnd aðferð við varðveislu líkamsleifa.

Svo umdeilt er það að dómsmál hefur verið höfðað til að fá safninu lokað.