Skip to main content

Fjórðungshækkun á nánast einu og öllu í Bretlandi síðustu mánuðina. Mynd UK Gov

D abbadona! Eins og mikill skortur hafi verið á dýrum hlutum í Bretlandi síðustu árin er nú komið í ljós að matur þar og drykkir á veitingastöðum og börum hefur hækkað um lítil 20 prósent á síðustu tólf mánuðum.

Það, gott fólk, skiptir máli því íslenska krónan hefur ekki beint verið að pumpa járn í World Class á sama tímabili. Íslenski þúsundkallinn kaupir þessa stundina 5,9 pund á svokölluðu miðgengi meðan raungengi úti í banka ef þig vantar að ávaxta pundið kostar að lágmarki kringum 6,4.

Breska pundið hefur, með öðrum orðum, bætt umtalsvert við sig frá áramótum gagnvart íslenska gjaldmiðlinum þrátt fyrir gígantísk áföll í breska banka- og efnahagskerfinu á þeim tíma. Sem segir auðvitað allt um litlu sætu krónuna okkar og efnahagsstjórnina hér.

Það má því bæta litlum fimm prósentum við þessi 20 prósent sem merkir vitaskuld að matur og drykkur í Bretlandi kostar nú FJÓRÐUNGI meira en fyrir aðeins einu ári síðan. Flest annað á þessu reiki.

Nema þú sért í fjölskyldu Bjarna Ben skiptir það flest okkar máli ef hlutir hækka um 25 prósent á einu skitni ári. Það er því kannski ráð að sleppa túrum til Bretlands á meðan svo er.