Skip to main content

E itt stærsta götupartí í Evrópu allri hefst í gamla bænum í Köln í Þýskalandi þann 11.11. klukkan 11.11. hvert einasta ár. Þá lifnar gamli bærinn, Altstadt, við með litum og gleði og menn gera sitt til að gleðja mann og annan. Jafnvel þó um Þjóðverja sé að ræða.

Ætli sé ekki hægt að lyfta munnbrún eða tveimur í Köln yfir karnivalið

Ætli sé ekki hægt að lyfta munnbrún eða tveimur í Köln yfir karnivalið

Kölnar-karnivalið, Kölner Karneval, er reyndar mjög langsótt hátíð ef svo má komast að orði því hátíðinni lýkur ekki fyrr en í byrjun mars árið á eftir. Hún er í gangi mánuðum saman þó mikill munur sé á uppákomum yfir þann tíma.

Kölner Karnival hefst formlega fyrrnefndan dag en svo er langt hlé áður en þráðurinn er tekinn upp að nýju þann 6. janúar og gengur á með hléum allt fram á Öskudag.

Einna mest er fjörið þó upphafsdaginn og fáir sem staddir eru þar sem ekki gleðjast eða brosa út í annað í versta falli.

Skrúðgöngur skipa stóran sess í setningarhátíðinni og þar fremst í flokki ungfrú, prins og bóndi sem leiða hátíðarhöldin. Allir geta fengið þau hlutverk en þó aðeins með því að greiða fúlgur fyrir. Hlutaðeigandi eiga að standa fyrir tákn Kölnar.

Töluverð er drykkjan að hætti Þjóðverja en þeir kunna sig flestir í áfenginu án þess að valda skaða og skíta út götur og torg.

Heimasíða hátíðarinnar hér.