F ólk má vera dálítið dautt í hjartanu til að komast ekki við fyrir framan stirnaða mannslíkama. Nóg er af þeim í glæsilegu nýopnuðu antíksafni Pompei á Ítalíu.

Stirnað fólk til sýnis um allt safn. Einhver hringi í Persónuvernd prontó.

 
Flestir þekkja eða kannast við sögu Pompei skammt frá stórborginni Napolí á Ítalíu. Borgin sú hvarf undir eld og brennistein þegar fjallið Vesúvíus gaus fyrirvaralaust 80 árum eftir að Jesú Kristur kom undir hjá Mæju Mey. Gosið felldi að því talið er um 20 þúsund manns og gróf fólkið og bæinn undir allt að sex metrum af ösku.

Allt þetta gerðist svo hratt á sínum tíma að fjöldi fólks komst ekki undan í tíð og varð undir tonnum af hraðfljótandi hrauni fyrir vikið. Sem útskýrir hvers vegna hér hafa fundist fleiri hundruð lík sem öll hafa beinlínis stirnað þegar brennheit bunan gekk eldsnöggt yfir.

Hluti þessa ógæfusama fólks auk hundruða muna sem fundist hafa þau 60 ár sem uppgröftur á svæðinu hefur átt sér stað má nú vitna berum augum á nýopnuðu Antíksafni Pompeii.

Ekki svo að skilja að safnið sé nýtt. Hreint ekki. Það var fyrst opnað árið 1948 en skemmdist illa í jarðskjálfta árið 1984 og hefur verið lokað síðan þangað til nú. Á meðan hafa fundist fleiri og fleiri merkilegir gripir á svæðinu og þeir flestir uppsettir hér í dag.

Virkilega flott safn.