D eila má um hvort þetta er framúrstefnulegt eða heilbrigð skynsemi en norsk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um að afglæpavæða alla fíkniefnanotkun í landinu. Talið er líklegt að frumvarpið verði samþykkt.

Þar með yrði Noregur af öllum stöðum fyrsta þjóðin á norðurslóðum til að líta á fíkniefnanotkun sem heilsuvandamál en ekki afbrot. Norðmenn feta þannig sumpart í spor Hollendinga og sumpart í spor Portúgal en í báðum þeim löndum eru smáskammtar af fíkniefnum löglegir.

Miðborg Oslóar. Þar eiga hlutirnir eftir að breytast á næstunni. Mynd Metro Sentrum.

Tæknilega eru vægari fíkniefni „leyfð” víða um Evrópu. Lögregla á Spáni, Ítalíu, Grikklandi, Frakklandi og Grikklandi löngu hætt að skipta sér af neytendum sem eiga nokkur grömm í poka. Í þeim löndum er aðeins horft til stærri söluaðila og dreifenda.

Þó Norsarinn ætli að afglæpavæða alla fíkniefnaneyslu verður notendum gert að sækja kúrsa í þeirri von að letja megi til notkunar. Hætt við að það sé langsótt markmið því neysla er algeng og hvað ætla þeir að gera við ferðamenn sem rúlla einni jónu eða svo?

Gott mál í alla staði. Í Portúgal hefur fíkniefnaneysla verið lögleg um fimmtán ára skeið með aldeilis frábærum árangri. Þetta er enda heilbrigð skynsemi ef út í það er farið. Það er jú sannað mál að til að mynda tóbak og sykur myndu flokkast sem hörð fíkniefni ef þær vörur kæmu fram í dag svo aðeins tvö dæmi séu nefnd.