Skip to main content
Tíðindi

Líka samkeppni til Parísar næsta sumar

  17/11/2011desember 16th, 2013No Comments

Það verður ekki aðeins aukin samkeppni í flugi héðan næsta vor og sumar til London heldur fær Icelandair líka samkeppni á flugleiðinni til Parísar.

Flugfélagið Transavia býður ferðir milli Íslands og Frakklands næsta sumar og lægstu fargjöld ódýrari en Icelandair býður

Er það flugfélagið Transavia.com sem hingað flýgur næsta sumar og býðir ódýrustu ferðir sínar á lægra verði en en íslenska flugfélagið miðað við fargjaldaskrá beggja flugfélaga þegar þetta er skrifað. Kemst einstaklingur ódýrast til og frá París fyrir 33.200 krónur með Transavia meðan Icelandair býður ódýrast 39.150 krónur. Er miðað við gengi dagsins við þann útreikning.

Hafa ber þó í huga að Icelandair býður meiri og betri þjónustu enda er Transavia eitt af lágfargjaldaflugfélögum Evrópu og fær það flugfélag meðaleinkunn hjá farþegum sínum að því er fram kemur á vef Skytrax eða 5,1 af tíu mögulegum.

Þá flýgur Icelandair til Charles de Gaulle flugvallarins meðan Transavia brúkar Orly flugvöll sem er af mörgum talinn betri flugvöllur að því leyti að hann er nær Parísarborg. Hann er þó öllu minni og þjónustustig öllu minna en á þeim fyrrnefnda.