M orgunstund gefur gull í mund segir eitthvað fornt máltæki og merkir, fyrir lesblinda, auðvitað að vera snemma á ferð til að grípa safaríkustu gæsina. Það á líka við um flug og ferðir.

Hvergi á byggðu bóli er jólastemming á borð við þá er finnst í aldagömlum evrópskum borgum eins og Vínarborg.

Sárafáir að hugsa um jóla- og eða áramótastemmningu erlendis þessa vorbyrjun enda ekki nema gróflega átta mánuðir í næstu jólastemmningu. Og það er einmitt tíminn til að verða sér úti um safaríka ferð á jólaslóðir. Jólaslóðir eins og Vínarborg.

Hvers vegna í ósköpunum að bóka slíkt með átta mánaða fyrirvara?

Jú, til þess að komast fram og aftur fyrir svo mikið sem tíu þúsund krónur án farangurs eða átján þúsund krónur með farangur 🙂

Það er lágmarkskostnaður við flug fram og aftur til Vínar með Wizz Air í nóvember og desember þegar þetta er skrifað. Með öðrum orðum næstum gefins.

Slá má föstu að jólastemmarinn verður hvergi ódýrari en þetta hjá Wizz Air og eins og gefur að skilja hækkar verðið jafnt og þétt fram af brottför og það duglega þegar líður á árið. Aukinheldur tryggirðu þér lágmarksverð á gistingu með svo góðum fyrirvara hér að neðan. Svo hallar þú þér aftur í hægindastólnum og glottir í aðra rönd…

Hér má lesa ýmislegt um þessa aldeilis stórfínu borg Vín og sértu efins um að þar finnast einhverjir elstu og merkustu jólamarkaðir heims er hér listi yfir sálfræðinga sem taka mót fólki með með litlum fyrirvara.

Vefur Wizz Air.