Skip to main content

London, París, Róm söng hinn ágæti Páll Óskar um árið og naut vinsælda fyrir enda lagið gott og hver þessara borga hverrar krónu virði. En við erum með enn betri hugmynd: London, Róm, Abu Dhabi, Jóhannesarborg 🙂

Stærsta borg Suður-Afríku býður upp á margt og mikið alla daga ársins.

London, Róm, Abu Dhabi, Jóhannesarborg er líklega ekki vinsælasta ferðaplan heims en slík áætlun getur á köflum verið sú allra, allra besta. Ekki síst fyrir veskið og fyrir þá sem þola illa mjög langar flugferðir.

Það er raunin þessa stundina hjá flugmiðlinum Travelup. Þar finnst flug frá London til Jóhannesarborgar í Suður-Afríku með ágætu stoppi í Rómarborg og Abu Dhabi og sömu leiðina til baka allt niður í 358£. Það, gott fólk, gerir miðað við gengi dagsins svo mikið sem rétt tæplega 55 ÞÚSUND KRÓNUR fram og aftur og bæði handfarangur og innritaður farangur meðferðis!!!!!

Það alveg magnaður prís og hér skemmir ekkert að millistopp í Róm er nógu langt til að skella sér í miðbæinn og fá sér fimmréttað á príma veitingastað og dansa niður Spænsku tröppurnar áður en halda þarf aftur út á völl. Svo er hægt að næla í smá brúnku í Abu Dhabi meðan beðið er þar í þrjár stundir áður en ferðinni er framhaldið til Suður-Afríku.

Vissulega ekki einfaldasta leiðin til að njóta lífs í einni skemmtilegustu borg Afríku en þá skal hafa hugfast að beint flug frá London til Jóhannesarborgar og sömu leið til baka fæst almennt ekki undir 70 þúsund krónum og miklu hærra en það á vinsælum tímum ársins.

Bon voyage 😉