Nafn Koversada er að líkindum framandi fyrir alla þá sem ekki njóta þess í botn að stunda nektarnýlendur. En Koversada er engin venjuleg nektarnýlenda heldur sú elsta og ein sú stærsta í allri Evrópu. Nýlendan er steinsnar frá bænum Vrsar og er yfir sumartímann meðal stærri bæja á svæðinu því átta þúsund manns komast fyrir á eyju þeirri þar sem náttúran ræður ríkjum í orðsins fyllstu.

Sennilega stafa vinsældir þessa staðar af því hversu aðgengi er takmarkað. Hingað verður aðeins komist fótgangandi yfir litla brú sem tengir þessa litlu heillandi eyja við meginlandið. Foreldrar geta því áhyggjulaust sleppt börnum sínum lausum enda er mun meira hér um fjölskyldur en á nokkurri annarri nektarströnd heims og þykir alls ekkert tiltökumál.

Langflestir sem hingað koma gista í tjöldum en hér er einnig hægt að leigja litlar íbúðir á svæðinu.