Lítill bær við ströndina sem er því marki brenndur að hafa misst nokkurn sjarma og stæl vegna ágangs ferðamanna. Íbúarnir 3000 lifa nær allir á þjónustu við þessa sömu ferðamenn.

Bærinn sjálfur er hvorki ljótari né fallegri en aðrir slíkir á svæðinu en heillandi á sinn hátt þó ekki sé mikið um minjar að sjá hér. Helsta mannvirki bæjarins er Vergotini kastali sem gnæfir yfir annað í bænum. Sá var byggður á tólftu öld og notaður lengi vel sem sumardvalarstaður biskupa Istría héraðs.

Meðan kastalinn er í besta falli forvitnilegur er þar inni safn málverka heimamannsins Edo Murtic sem er einn sá allra frægasti í Króatíu. Verk hans vekja aðdáun flestra og sjálfur dvelur hann hér helming ársins og ekki alveg útilokað að hitta á karlinn á vappinu.

View Larger Map