Þú ert kannski ekki að hugsa um það núna en einn slæman veðurdag í september áttu eftir að naga þig í handarbökin fyrir að láta þessar tvær vikur á Mallorca duga sem sumarfrí þegar þú þurftir svo miklu meira.

Korfu já takk. Æði fínar ferðir í boði með haustinu á fínasta verði.

Korfu já takk. Æði fínar ferðir í boði með haustinu á fínasta verði.

Það er reyndar enn tími til stefnu til að kippa því í liðinn þannig að þegar vindar fara að blása með haustinu er þér slétt sama því þín býður yndisleg dvöl undir suðrænni sól og það fyrir tiltölulega lítinn pening.

Ferðamiðillinn Secret Escapes er að selja þessa stundina og næstu tvo sólarhringa fjórtán daga ferðapakka til Korfu á tilboði frá Bretlandi. Þar flug og fimm stjörnu gisting á topphóteli auk farangurs og allra ferða innifalið plús hálft fæði.

Yfir sumartímann er Korfu minna spennandi áfangastaður. Það helgast af fjöldatúrisma og gistikostnaður hækkar duglega þann tíma. En hinkri fólk fram í september er hægt að dúllast hér fyrir klink. Tveggja vikna pakkinn fæst niður í 148 þúsund á mann þann mánuð frá Bretlandi og ef við bætum við 35 þúsund krónur á mann í flug til og frá Íslandi er heildarkostnaður á einstakling rétt rúmar 180 þúsund. Samtals þá 360 þúsund á par.

Alveg sama hvernig það er skorið til. Það er brandaraverð. Nánar hér.