Kemi í norðvesturhluta Finnlands liggur við mynni Kemielfar en höfn bæjarins hefur um áraraðir verið ein helsta útflutningshöfn landsins. Timburiðnaður verið þungamiðjan en heldur hefur dregið úr mikilvægi þess í landinu og fólki fækkar jafnt og þétt í bænum sem nú telur rétt rúmlega 20 þúsund manns.

Íshúsið 2008. Árlega er byggt nýtt snjóhús í bænum og þau hús eru engin smásmíði. Mynd MayfarLane

Bærinn kemst þó í helstu ferðamannabækur fyrir þá sök að þar er árlega reist stærsta ís- og snjóhús heims. Það eðlilega er byggt þegar frost herjar sem mest í desember en stöku ár ekki fyrr en í janúar.

Sjá má á heimasíðu hótelsins hvenær það opnar hvert ár. Er þar boðin gisting hverjum sem vill og getur og ekki aðeins er um átján herbergi að ræða heldur er þar einnig bar, veitingastaður og kapella.

Er íshúsið aldrei eins sem gefur áhugasömum ástæðu til að heimsækja oftar en einu sinni. Ekki búast þó við lúxus aðbúnaði enda ísinn óþægilegur jafnvel þótt svefnpokarnir séu það ekki.

Þurfi fólk á klósett eða í sturtu þarf að bruna beina leið út að öðru hóteli í næsta nágrenni.

Bærinn sjálfur er annars lítt fyrir auga en stærsti hluti bæjarbúa starfar við einu krómnámuna í Evrópu. Þó er ekki annað hægt en heillast af umhverfinu en bærinn heyrir til Lapplands og stendur við mynni Kemijoki árinnar.

Heimasíða bæjarins.


View Larger Map