V iðurkennast verður að líkurnar að fólk þvælist óvænt inn í smábæinn Keila Joa á norðurströnd Eistlands eru nánast núll prósent.

Engu að síður er tvennt þar forvitnilegt og kjörið að kíkja enda aðeins í tæplega klukkustundar fjarlægð frá höfuðborginni Tallin. Þar búa aðeins rúmlega 300 manns en fátt er að sjá annað en rústir gamals óðalsseturs þess utan.

Annars vegar státar bærinn, sem lítt er merkilegur sjálfur, af öðrum stærsta fossi landsins. Hætt er við glotti hjá Íslendingum þegar talað er um fossa enda þessi ósköp aumingjalegur á íslenskan mælikvarða. Hann er engu að síður afar fallegur og í yndislegu umhverfi.

Annað það sem gerir bæinn forvitnilegan er göngubrúin yfir bæjaránna en brúin er þakin hengilásum af öllum tegundum. Sagan segir nefninlega að þegar Rússar giftu sig á árum áður fylgdi því mikil gæfa að innsigla hjónabandið með lás á þessari einu brú í veröldinni. Komu þeir hingað í þúsundatali brúðhjónin til að hafa nú vaðið fyrir neðan sig í orðsins fyllstu. Koma þeir hjátrúarfyllstu enn og festa hengilás á brúnna.

Þó aðeins taki stundarkorn að virða hengilásabrúna fyrir sér er þetta skemmtileg sýn og séu menn á ferð á laugardegi eða sunnudegi getur vel verið að fólk verði vitni að því að par kemur til að læsa hjónabandið með einum hengilás.

View Larger Map