Jórdanía er alla jafna ekki á topplistum ferðafólks norður í ballarhafi en þó ávallt viss hópur sem þykir hið framandlega vera spennandi og eftirsóknarvert. Þeir hinir sömu geta nú þvælst um hina dásamlegu Jórdaníu í viku og séð allt það helsta um leið fyrir lágmarksverð.

Jórdanía er magnað land og þar töluvert meira að sjá og undrast en hina stórkostlegu Petra. Mynd Dennis Jarvis

Jórdanía er magnað land og þar töluvert meira að sjá og undrast en hina stórkostlegu Petra. Mynd Dennis Jarvis

Ferðaskrifstofan Broadway Travel í Bretlandi er að bjóða vikuferðir til þessa ágæta lands og í nóvember er hægt að finna lægsta verð á aðeins 138 þúsund krónur frá Bretlandi. Bætum við 50 þúsund krónum á mann til Bretlands og heim aftur og heildarverð þannig 190 þúsund á mann miðað við tvo. Ekki hræðilegt verð fyrir vikuferð á fróðlegar slóðir í leiðinlegum mánuði.

Þó ekki sé um lúxushótel að ræða í umræddri ferð kemur það varla að sök því aðalatriðið hér er að sjá, skoða og njóta. Höfuðborgin Amman skoðuð í þaula sem og merkir staðir eins og hin fornrómverska Jerash, hin aldna Madaba og vitaskuld tölt aðeins til Wadi Rum. Síðast en ekki síst heill sólarhringur í hinni mögnuðu Petra sem flestir ættu að þekkja. Fyrirtaks rúntur og ekki er háu verðlagi fyrir að fara í landinu heldur.

Hafa þarf samband við ferðaskrifstofuna til að tryggja sér ferðina. Nánar hér.