Ólíkt því sem raunin er hjá innlendum flugfélögum þar sem álíka auðvelt er að finna allra lægstu flugfargjöld og að finna hina frægu nál í heystakki er því alls ekki til að heilsa hjá breska lággjaldaflugfélaginu easyJet. Þar er tiltölulega einfalt að finna besta verð og nú er það að verða enn auðveldara.

Framvegis tekur sekúndubrot að finna lægsta mögulega verð á flugi með easyJet langt fram í tímann.

Framvegis tekur sekúndubrot að finna lægsta mögulega verð á flugi með easyJet langt fram í tímann.

EasyJet mun frá og með næsta mánuði bjóða upp á nýjan valmöguleika á vef sínum þar sem finna má allra lægsta verð ár fram í tímann á augabragði. Lowest fare finder kallast þessi valmöguleiki og nýtist þeim öllum sem hafa það eitt að keppikefli að komast ódýrt út í heim án þess að hafa niðurneglda tímasetningu á ferðinni.

Nú þegar er reyndar sáraeinfalt að finna lægstu verð hjá easyJet en hér bæta menn um betur og það í þágu neytenda. Fyrirtaks framtak sem sum önnur flugfélög mættu taka til fyrirmyndar. Það er nefninlega ekki góð latína til lengri tíma að fela lægsta verð og krefjast þess að fólk eyði takmörkuðum tíma sínum við leit.