Skip to main content
O pinber stefna stjórnar Katrínar Jakobsdóttur er að allt sé uppi á borðum og gegnsæi í stjórnsýslunni númer eitt, tvö og þrjú. Það fer heldur lítið fyrir þessum yfirboðskenndu loforðum þegar kemur að ríkisfyrirtækinu Ísavía.

Skítseyðið sem stjórnar Ísavía gerir vitaskuld allt erfitt… Mynd Isavía

Þar er í yfirmannssæti skattsvindlarinn, almenningsníðingurinn og sjálfstæðismaðurinn Orri Hauksson sem fékk djobbið gegnum vinskap. Veitir ekki af enda gaurinn bara með fimm milljónir á mánuði sem forstjóri Símans. Það fer nærri að vera sultarlaun hjá innanbúðarfólki í Flokknum.

Okkur lék forvitni að vita um gegnsæisstefnu Ísavía og sendum nokkur skeyti til að tékka. Fyrir utan að enginn fær neinar upplýsingar frá Ísavía nema fara gegnum lögfræðideild fyrirtækisins eru svörin beint upp úr bókinni frægu Ekki gefa þumlung eftir ungliðadeild sjálfstæðisflokksins.

Burtséð frá því að hafa dýra lögfræðinga í að svara almennum fyrirspurnum, sem er alveg príma til að spara skattfé, þá fengum við alls engin svör.

Allir forsvarsmenn Ísavía eiga lögum samkvæmt að gefa upp opnberlega öll hugsanleg hagsmunatengsl og eða kaup á bréfum í tilteknum flugfélögum.

Eins og vakandi lesendur vita mætavel þarf oftast fjölmiðlaumfjöllun til að Alþingismenn gefi upp sín réttu hagsmunatengsl. Ekki þarf lengi að setja saman tvo og tvo til að vita að yfirmenn Ísavía geta haft gríðarleg áhrif á flug til og frá landinu og eigi þeir hluti í Icelandair, Play eða mögulega erlendu flugfyrirtæki eru þeir strax orðnir vafasamir aðilar.

Skemmst frá að segja að þrátt fyrir allnokkur skeyti til Ísavía til að forvitnast um málið veitir stofnunin engar upplýsingar aðrar en þær sem liggja fyrir opinberlega. Það er að segja að forsvarsmenn Ísavía, þar með talinn skattsvikarinn og forstjóri Símans, Orri Hauksson, þurfa persónulega að opinbera eign sína í tilteknum flugfélögum til að almenningur geti fengið aðgang að.

Og líkurnar á að skattsvikari sé af fúsum og frjálsum vilja að opinbera hugsanleg hagsmunatengsl eru sirkabát engar…