F elur peninga í skattaskjólum erlendis og svínar á almenningi. Einhver hefði haldið að slíkur einstaklingur ætti heima bak lás og slá. En ekki ef þú er harðkjarna sjálfstæðismaður.

Stjórn Isavía frá 2019. Orri Hauksson lengst til vinstri. Mynd Isavia

Orri Hauksson heitir forstjóri Símans og árið 2019 var hann ráðinn stjórnarformaður Isavía sísona með einu einasta atkvæði stjórnvalda þegar Ingimundur Sigurpálsson þótti ekki lengur upp til brúks.

Ekkert að því per se ef um heilsteyptan einstakling væri að ræða. Sem er ekki í þessu tilfelli og engin svör fást hjá neinum hvers vegna skattsvikari og almenningssvínari fær toppstöðu hjá ríkinu.

Skattsvikari er kauði fyrir að stofna fyrirtæki, með hjálp hins illræmda Mossack Fonseca, á Bresku Jómfrúreyjum árið 2007 og halda því „fyrirtæki” úti til ársins 2010 eins og lesa má um hér.

Almenningssvínari er kauði fyrir að stýra fyrirtæki sem á síðasta ári fékk HÁLFAN MILLJARÐ í sekt frá Samkeppniseftirlitinu fyrir feit og mikil samkeppnisbrot gegn neytendum í landinu. Sektin lækkuð hjá áfrýjunarnefnd en brotið var sannarlega til staðar.

Það virðist því vera raunin að glæpir borga sig ef þú ert í réttum flokki. Margborga sig!