F ólk virðist töluvert halda að sér höndum ennþá ef marka má flugfargjöld Icelandair til Tenerife í sumar. Enn má finna fargjöld á sæmilegu verði þá leiðina og heim aftur.

Enn hægt að gera sæmileg kaup í sumarsólina á Tenerife.

Það er sama trix hjá Icelandair og öðrum flugfélögum að fargjöld hækka jafnt og þétt eftir því sem nær dregur brottför og sætum fækkar. Með tilliti til að Icelandair er eitt um hituna til þessa vinsæla áfangastaðar landans mætti búast við húrrandi fargjaldahækkunum á annatímum í sumar. Svo er þó ekki. Ennþá…

Lausleg úttekt okkar leiðir í ljós að komist er fram og aftur í júlí og ágúst lægst fyrir rúmlega 50 þúsund á sardínufarrými og ekkert meðferðis. Rúmlega 60 þúsund fram og aftur með tösku meðferðis.

Vissulega ekkert Wow-verð eins og við vorum orðin vön á tímabili en ekkert glæpsamlegt heldur. Étum hattana okkar ef þú finnur eitthvað undir 80 þúsundum þessa leiðina þegar komið er fram í júní.

Um að gera að grípa gæsina ef þorsti í sólina sunnanhafs er yfirgnæfandi. Það er jú ekki eins og við eigum eitthvað val 🙁