S irka fimm mínútum eftir að hafa verið á brún gjaldþrots eru forráðamenn lággjaldaflugfélagsins Norwegian hnarreistir eins og barnaníðingur í leikskóla.

Norwegian stórhuga þrátt fyrir allt.

Hvernig fáum við það út? Jú, flugfélagið sem er enn í endurskipulagningu bæði í Noregi og á Írlandi og hefur ekki tryggt fjármagn í eitt né neitt er samt komið langt í framtíðina að skipuleggja reksturinn samkvæmt fregnum hjá RoutesOnline.

Flugfélagið atarna sem aðeins hefur haft yfir níu rellum að ráða síðustu mánuði sér fyrir sér að 70 slíkar rellur á þeirra nafni verði á lofti strax á næsta ári. Allur fókus skal vera á Skandinavíu og vinsælum flugleiðum til og frá því svæðinu.

Gott og blessað. Norwegian er enn að fljúga beint frá Íslandi til Alicante þessa sumarvertíðina merkilegt nokk enda drýpur peningum af þeirri leiðinni þó Icelandair hafi aldrei uppgötvað þá staðreynd. Slá má föstu að Norwegian mun bæta við leiðum frá Íslandinu góða ef forráðamönnum tekst að halda haus upp úr vatni næstu misserin.