Skip to main content
T ilkynnt hefur verið að ekkert Októberfest fari fram í Munchen þetta árið sökum Kófsins. En gráðugir fésýslumenn ætla samt að halda Októberfest. Í Dúbæ.

Októberfest í Dúbæ 2021 er nákvæm eftirlíking af Októberfest í Munchen 2019.

Vitleysan sjaldan eins þegar kemur að græðgi og hortugheitum. Nú ætla þýskir kaupsýslumenn að endurskapa Októberfest-hátíðina sem hefur alla tíð verið kennd við Munchen í Þýskalandi og skapa næsta nákvæma eftirlíkingu í Dúbæ í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF)!!!

Þjóðverjar margir ósáttir við þennan gjörning og það eðlilega enda Októberfest hrein stofnun sunnanlands í Þýskalandi og enginn viðburður þar í landi trekkir að eins marga erlenda ferðamenn.

En græðgi á sér lítil takmörk og nú skal húrra upp einni alvöru Októberfest í bryggjuhverfi Dúbæ og það á sama tíma og hin eiginlega Októberfest skal haldin í Þýskalandi. Byggja á nákvæma eftirlíkingu af bjórtjöldunum, nákvæma eftirlíkingu af tívolísvæðinu og ráða skal yfir 800 Þjóðverja til að stjórna herlegheitunum.

Allt eins og í Munchen. Nema ef vera skyldi að hitinn er töluvert meiri og tæknilega er áfengisdrykkja bönnuð í landinu. Ekkert heilagt lengur eins og meðal annars aðdáendur Manchester United, Liverpool, Chelsea, Barselóna, Real Madríd, Juventus og Arsenal hafa uppgötvað síðustu dægrin.