Skip to main content
golfTíðindi

Hvar er besta golfið haustið 2012?

  06/08/2012febrúar 3rd, 2021No Comments

Nokkuð er um að forvitnir lesendur hafi samband og vilji vita hvert og hjá hverjum hagkvæmast sé að kaupa golfferð þetta haustið. Eins og Fararheill hefur fjallað um eru haustin gósentími ferðaskrifstofanna í golfferðunum og úrvalið allsæmilegt.

En það er kannski fullmikil einföldun að kanna hvar hagkvæmast sé að spila golf erlendis næstu mánuðina því við Íslendingar erum kröfuharðir og ekki dugir að senda fólk á einhverja lummuvelli jafnvel þó það dugi þeim er hæsta hafa forgjöf.

Ritstjórn hefur því tekið saman á einn og sama listann allar golfferðir í boði frá septemberbyrjun og fram til loka október og reynt að auðvelda fólki að bera saman. Erfitt er að dæma slíkar ferðir per se enda óskir fólks misjafnar og veskið misþykkt að auki.

En í öllu falli má hér sjá ferðirnar, lengd þeirra og kostnað miðað við tvo fullorðna í ódýrustu gistingu í boði.

Til að fá sem gleggsta mynd af verðinu er deilt í dagafjölda og þá sést einna best hvað hver einasti dagur kostar hjá hverjum og einum.

Sjá má á listanum að þó heildarverð geti almennt verið svipuð munar töluverðu þegar deilt er niður á daga hjá hverjum og einum. Einnig munar miklu á hvort í boði er aðeins morgunverður eða hvort hálft eða fullt fæði er í boði. Þá má ekki gleyma að ferðir til og frá flugvelli geta aldeilis kostað skildinginn.

Að síðustu er misjafnt hvort fararstjórar fylgja með eður ei. Almennt eru þeir þó óþarfir í golfferðum að mati Fararheill enda kylfingar almennt vel sigldir og vanir og Svíþjóð, England, Skotland og Spánn, einu staðirnir í boði, fara seint í bækur sem sérstaklega flóknir eða hættulegir áfangastaðir.

Ferðaskrifstofa Land Lengd Ferð Kostn. pr mann* Akstur Innifalið Kostn.pr. dag
Heimsferðir Spánn 29. sep – 7 dagar Costa Ballena 179.900 Hálft fæði / golf 25.700
Heimsferðir Spánn 6.okt – 10 dagar Costa Ballena 219.900 Hálft fæði / golf 21.990
Heimsferðir Spánn 16.okt – 10 dagar Costa Ballena 219.900 Hálft fæði / golf 21.990
Heimsferðir Spánn 29. sep – 7 dagar Novo St.Petri 179.900 Hálft fæði / golf 25.700
Heimsferðir Spánn 6.okt – 10 dagar Novo St.Petri 219.900 Hálft fæði / golf 25.700
Heimsferðir Spánn 16.okt – 10 dagar Novo St.Petri 219.900 Hálft fæði / golf 21.990
Heimsferðir Spánn 29.sep – 7 dagar Arcos Gardens 229.900 Hálft fæði / golf 32.840
Heimsferðir Spánn 6.okt – 10 dagar Arcos Gardens 279.900 Hálft fæði / golf 27.990
Heimsferðir Spánn 16.okt – 10 dagar Arcos Gardens 279.900 Hálft fæði / golf 27.990
Heimsferðir Spánn 29.sep – 7 dagar Montenmedio 189.900 Hálft fæði / golf 27.120
Heimsferðir Spánn 6.okt – 10 dagar Montenmedio 229.900 Hálft fæði / golf 22.990
Heimsferðir Spánn 16.okt – 10 dagar Montenmedio 229.900 Hálft fæði / golf 22.990
Vita ferðir Spánn 8.okt – 11 dagar Islantilla 246.900 Hálft fæði / golf 22.455
Vita ferðir Spánn 19.okt – 11 dagar Islantilla 246.900 Hálft fæði / golf 22.455
Vita ferðir Spánn 26.sep – 7 dagar Valle del Este 179.900 Fullt fæði / golf 25.700
Vita ferðir Spánn 3.okt – 7 dagar Valle del Este 179.900 Fullt fæði / golf 25.700
Vita ferðir Spánn 10.okt – 7 dagar Valle del Este 179.900 Fullt fæði / golf 25.700
Vita ferðir Spánn 17.okt – 7 dagar Valle del Este 179.900 Fullt fæði / golf 25.700
Vita ferðir Spánn 8.okt – 11 dagar Matalascanas 214.900 Hálft fæði / golf 19.536
Vita ferðir Spánn 19.okt – 11 dagar Matalascanas 214.900 Hálft fæði / golf 19.536
Vita ferðir Spánn 8.okt – 11 dagar El Rompido 249.900 Fullt fæði / golf 22.720
Vita ferðir Spánn 19.okt – 11 dagar El Rompido 249.900 Fullt fæði / golf 22.720
Vita ferðir Spánn 10.okt – 7 dagar Mar Menor 219.800 Hálft fæði / golf 31.400
Vita ferðir Spánn 17.okt – 7 dagar Mar Menor 219.800 Hálft fæði / golf 31.400
Úrval Útsýn Spánn 29.sep – 7 dagar Husa Alicante 189.900 Hálft fæði / golf 27.130
Úrval Útsýn Spánn 6.okt – 10 dagar Husa Alicante 249.900 Hálft fæði / golf 24.900
Úrval Útsýn Spánn 16.okt – 11 dagar Husa Alicante 249.900 Hálft fæði / golf 22.720
Úrval Útsýn Spánn 29.sep – 3 dagar* Plantio Golf 139.900 Hálft fæði / golf 46.630
Úrval Útsýn Spánn 29.sep – 4 dagar* Plantio Golf 154.900 Hálft fæði / golf 38.730
Úrval Útsýn Spánn 25.sep – 7 nætur* Plantio Golf 204.900 Fullt fæði / golf 29.270
Úrval Útsýn Spánn 29.sep – 10 nætur* Plantio Golf 254.900 Hálft fæði / golf 25.490
Úrval Útsýn Spánn 29.sep – 11 nætur* Plantio Golf 254.900 Hálft fæði / golf 23.170
Úrval Útsýn Spánn 29.sep – 14 nætur* Plantio Golf 254.900 Hálft fæði / golf 18.200
Úrval Útsýn Spánn 16.okt – 7 nætur Villaitana 179.900 Hálft fæði / golf 25.700
Úrval Útsýn Spánn 13.okt – 10 nætur Villaitana 209.900 Hálft fæði / golf 20.990
Express ferðir England 21.sep – 3 nætur Mannings Heath 143.900 Nei Morgunv. / golf 48.000
Express ferðir England 4.okt – 3 nætur Mannings Heath 143.900 Nei Morgunv. / golf 48.000
Express ferðir England 13.sep – 3 nætur Golf Lingfield 105.900 Nei Hálft fæði / golf 35.300
Express ferðir England 11.okt – 3 nætur Golf Lingfield 105.900 Nei Hálft fæði / golf 35.300
Express ferðir Svíþjóð 7. sep – 3 nætur* Mismunandi 85.900 Nei Morgunv. / golf 28.630
Express ferðir Svíþjóð 7.sep – 3 nætur* Mismunandi 98.500 Nei Morgunv. / golf 32.800
Express ferðir Svíþjóð 7.sep – 3 nætur* Mismunandi 110.900 Nei Morgunv. / golf 37.000
Express ferðir Spánn 1.sep – 7 nætur* Mismunandi 329.800** Nei Morgunv. / golf 47.100
Express ferðir Spánn 1.sep – 7 nætur* Mismunandi 311.400** Nei Morgunv. / golf 44.485
GB ferðir England 5.okt – 3 nætur* Donnington Grove 120.00 Nei Morgunv. / golf 40.000
GB ferðir England 7.sep – 3 nætur* Bowood 140.000 Nei Morgunv. / golf 46.600
GB ferðir England 28.sep – 3 nætur* Foxhills 125.000 Nei Morgunv. / golf 41.600
GB ferðir England 7.sep – 3 nætur* Hanbury 155.000 Nei Morgunv. / golf 51.600
GB ferðir England 7.sep – 3 nætur* Donnington Valley 130.000 Nei Morgunv. / golf 43.300
GB ferðir England 7.sep – 3 nætur* Formby Hall 99.000 Nei Morgunv. / golf 33.000
GB ferðir England 7.sep – 3 nætur* Worsley Park 120.000 Nei Morgunv. / golf 40.000
GB ferðir Skotland 20.sep – 3 nætur* The Marine 145.000 Nei Morgunv. / golf 48.300
GB ferðir Skotland 6.sep – 3 nætur* Marriott Dalmahoy 130.000 Nei Hálft fæði / golf 43.300
Wow ferðir Spánn 20.sep – 4 nætur* Bonalba 112.800 Hálft fæði / golf 28.200
Wow ferðir Spánn 4.okt – 7 nætur Bonalba 162.700 Hálft fæði / golf 23.200
Wow ferðir Spánn 27.sep – 7 nætur La Sella 172.900 Hálft fæði / golf 24.700
Wow ferðir Spánn 27.sep – 11 nætur La Sella 229.900 Hálft fæði / golf 20.900
Wow ferðir Spánn 27.sep – 7 nætur* La Manga Felipe 182.900 Morgunv. / golf 26.100
Wow ferðir Spánn 11.okt – 7 nætur Oliva Nova 152.700 Hálft fæði / golf 21.800
* Fleiri dagsetningar í boði en sama verð
** Verð miðast við fjóra í íbúð – Fararheill deilir með 2
*** GB ferðir auglýsa margar ferðir sem golfferðir en ekkert golf er innifalið. Það stemmir ekki í bókum Fararheill
**** Uppseldar ferðir þann 6. ágúst eru ekki með í reikningnum
***** Verð námundað að næsta hundraði