Skip to main content
Tíðindi

HM í S.Afríku heillar en kostar sitt

  02/03/2010maí 17th, 2014No Comments

Gallharðir áhugamenn um knattspyrnu eru væntanlega þegar farnir að gæla við að komast á Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í S.Afríku næsta sumar. Það er vissulega langt að fara en það stöðvar ekki sanna áhugamenn hvorki hér né annars staðar. Mikil eftirspurn er eftir miðum sem sala er hafin á nú þegar.

Fararheill.is gerði lauslega könnun á hvað ferð á HM 2010 gæti kostað einstakling frá Íslandi og engum skal koma á óvart að niðurstaðan sé heldur fráhrindandi. Ekki er boðið upp á slíkar ferðir af hálfu Icelandair né Iceland Express og því verða áhugasamir að skipuleggja slíkt sjálfir.

Þær tölur sem Fararheill.is hefur aflað er nú sennilega til að draga kjark úr flestum launamönnum. Hafa ber reyndar í huga að ekki eru ýkja mörg erlend flugfélög eða ferðaskrifstofur enn farin að bjóða sérstakar ferðir á HM en slíkt verður áreiðanlega í boði strax uppúr áramótum. En 600 þúsund krónur er lágmarkið sem miða ætti við að því gefnu að reynt að fara á minnst þrjá leiki samkvæmt grófum útreikningum.

Kostnaðurinn skiptist þannig:

  1. Flug Ísland – Bretland og tilbaka 40 þúsund krónur
  2. Flug Bretland – S.Afríka og tilbaka 120 þúsund krónur
  3. Gisting tíu daga á meðalgóðu hóteli 250 þúsund krónur
  4. Þrír miðar á þrjá leiki í milliriðlum í bærilegu sæti 80 þúsund krónur
  5. Uppihald í tíu daga 100 þúsund krónur.

Samtals 580 þúsund krónur alls á mann.

Ódýrustu miðar á ódýrustu leikina á HM eru verðlagðir á 23 þúsund krónur. Fyrir ódýrasta miðann á úrslitaleikinn sem næsta erfitt verður að verða sér úti um þarf að punga út sem nemur 46 þúsund krónur. Allt um miðaverð og sölu á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins hér.