Hvorki meira né minna en helmingur allra starfandi breskra flugmanna í Bretlandi hafa játað sig seka um að hafa sofnað í flugi og stofnað þannig farþegum sínum í hættu.

Flugþreyta flugmanna algengari en af er látið

Flugþreyta flugmanna algengari en af er látið

Kom þetta fram í máli talsmanns breskra atvinnuflugstjóra, British Airline Pilots Association, fyrir breskri þingnefnd sem yfirfer nýjar reglur Evrópusambandsins sem vill lengja frekar vinnutíma flugmanna.

Reglurnar eiga að einfalda flug til mikilla muna og þannig mun flugmönnum sem dæmi heimilt eftirleiðis að lenda farþegaþotu þó þeir hafi ekki sofið í 22 klukkustundir fram að því. Sömuleiðis geta flugmenn flogið lengra en áður og jafnvel hafið störf sjö morgna í röð.

Þetta segja bresku flugmennirnir aldeilis fráleitar hugmyndir og vilja að bresk yfirvöld taki fyrir að reglur Evrópusambandsins nái til Bretlands. Enginn vafi leiki á í þeirra huga að enn lengri vinnudagur sé ávísun á meiri hættu meðal annars vegna svefnleysis.

Orsakir allnokkurra flugslysa hafa verið raktar til þreytu flugmanna gegnum tíðina og síðast þegar farþegaþota brotlendi í Buffalo í Bandaríkjunum fyrir þremur árum síðan með þeim afleiðingum að allir 49 um borð létu lífið.