Einn af yndislegri bæjum á Jótlandi er Grenå á austurströndinni í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Árósum. Yndislegur sökum þess að hann er þægilega lítill sem gerir bæjarlífið aðlaðandi mjög og ókunnir alltaf velkomnir. Hér eru líka kílómetrarnir af einhverjum bestu sandströndum landsins en þó án mikils troðnings ferðamanna.
Ekki státar Grenå af tilkomumiklum söfnum eða öðru því sem gjarnan heillar ferðamenn en bærinn fær tíu af tíu mögulegum fyrir þægilega stemmningu og meiri líkur að fólk slappi af á slíkum stað en þar sem múgur og margmenni þvælast um daginn út og daginn inn.
Munurinn á þessum stað til að mynda og nágrannabænum Ebeltoft er sláandi þó stutt sé á milli enda hefur sá síðarnefndi markaðssett sig sem ferðamannastað en Grenå ekki. Báðir hafa þó margt til síns ágætis og þar hæst að bæði hér og þar er sérstakt ljúflegt andrúmsloft
Þó er það með einni stórri undantekningu. Í Grenå finnst nefninlega Kattegatcentret sem er stærsta sædýrasafn Danmerkur með sérstakri áherslu á hákarla. Þar á smáfólkið og flestir fullorðnir líka auðvelt með að gleyma sér í nokkrum klukkustundir.