Þeir margir kylfingarnir þarna úti sem þrá heitar en nokkuð annað að komast í golf í hita og Miðjarðarhafsblástri. Ferðaskrifstofa skítaplebbans Andra Más Ingólfssonar til bjargar hvað sem kóróna tautar og raular.

Costa Ballena golfvöllurinn er fínn og flottur en að senda þangað hundruði íslenskra farþega í miðjum faraldri er alveg hreint fáránlegt. Mynd Costa Ballena

Merkilegt má heita að það eru tvær ágætar golfferðir í boði hjá nýrri ferðaskrifstofu Aventura þessi dægrin og það strax í næsta mánuði.

Merkilegt sökum þess að það geysar faraldur á heimsvísu. Faraldur sem gjarnan dregur eldra fólk til dauða og það er jú helst eldra fólkið sem á fjármuni og hefur tíma til að dúlla sér vikum saman á Spáni sísona.

Út af fyrir sig ekki galið að bjóða upp á slíkar ferðir. Það eru jú bara 20 þúsund Íslendingar sem iðka golf og minnst helmingur þeirra er fólk sem hefur ekkert mikið annað að sýsla. Klárlega hægt að græða töluvert á að bjóða slíkt nú þegar flug og ferðir út í heim liggja almennt niðri á heimsvísu.

Ekki er áfangastaðurinn neitt slor heldur. Suðvesturströnd Spánar, Cadiz og nágrenni, er fyrsta flokks og þar gott veður allan ársins hring. Golfvellirnir príma og matur og vín með því besta sem gerist.

En það er eitt stórt EN…

Ennið snýst um visku þess að senda hundruð eldri Íslendinga til lands þar sem kórónafaraldurinn geysar grimmt…

Dánartíðni í Cadiz og nágrenni samkvæmt opinberum tölum þegar þetta er skrifað. Vel yfir tvö hundruð einstaklingar látið lífið. Mynd Diario de Cadiz

Ferðaskrifstofan lofar fullri endurgreiðslu ef fólk smitast áður en ferð hefst og allir verða að fallast á að taka sóttkví þegar heim er komið á ný. En fyrir utan þá staðreynd að fyrirtæki Andra Más Ingólfssonar hafa aldrei verið þekkt fyrir að standa við stóru orðin, þá verður að spyrja hvað gerist ef fólk smitast í ferðinni. Hvað gerist þá? Hvað gerist ef ferðalangur deyr vegna kóróna eftir ferðina atarna?

Eðli máls samkvæmt finnst ekki stafur um slíkt á vef Aventura og sennilega ástæða fyrir.

Best að bíða um sinn og þreyja þorrann ef þú spyrð okkur…