Það fer ekkert mikið fyrir þeim þarna úti en þeir sem prófað hafa gefa golfferðum Golfskálans toppeinkunn í einu og öllu.

Golfskálinn er í grunninn golfverslun en þeir bjóða líka allmargar golfferðir og margir láta mjög vel af. Skjáskot

Velflestar stærri ferðaskrifstofur landsins reyna að gera vel við þá sautján þúsund Íslendinga sem skráðir eru í golfklúbba landsins. Ekki síst sökum þess að golf er bæði tiltölulega dýrt en ekki síst tímafrekt. Sem aftur þýðir að þá íþrótt stundar mikið til aðeins fólk í sæmilegum eða ágætum efnum. Fólk sem getur léttilega hoppað úr vinnu upp úr hádegi á miðvikudegi og tekið hring vandræðalaust. Fólk sem getur skroppið tvisvar, þrisvar á ári til Spánar með settið meðferðis án þess að blása úr nös.

Tveir af fjórum pennum hér hjá Fararheill stunda golfið svona í og með og báðir aðilar prófað golfferðir flestra innlendra ferðaskrifstofa. Yfirleitt vandræðalaust með öllu en að sama skapi engin ósköp að græða á því að eiga viðskipti við tiltekna ferðaskrifstofu. Fáar þeirra senda með mannskap til að koma til móts við kylfinga ef eitthvað fer miður og fáar bjóða neitt frámunalega fína díla umfram það sem finnst gegnum erlenda aðila á netinu.

Að því sögðu fá ferðir Golfskálans toppeinkunn hjá þrettán mismunandi einstaklingum sem við ræddum við fyrir skömmu. Ekki einn hafði neikvæðan hlut að segja af viðskiptum við Golfskálann en það er óvenjulegt. Yfirleitt er hægt að finna eitthvað neikvætt við þjónustu í golfferðum hjá stærri ferðaskrifstofum.

Því sjálfsagt að gera sér leið á vef Golfskálans ef golf erlendis heillar. Kannski þar sé eitthvað vænlegra en þú færð annars staðar 😉

Heimasíðan hér.