Skip to main content

Margir mikla fyrir sér ferðalög til Karíbahafsins. Sem er nú hálf undarlegt því þó þangað taki jú góðan tíma að komast situr slík ferð mun lengur í minningunni en dvöl númer 600 á Kanarí.

Sundlaugabarinn og hafið bláa hafið handan við. Mynd GMR

Sundlaugabarinn og hafið bláa hafið handan við. Mynd GMR

Ein dálítið öðruvísi ferð er nú í boði á ágætu verði frá Gatwick í Englandi. Þaðan er flogið í vikuferð til eyjunnar Tobago og þar gist á fjögurra stjörnu stað við eina bestu strönd landsins. Svona inn á milli þess að tana sig í tætlur, kafa eða snorkla eða kynna sér merkilega fjölbreytt dýralífið má líka spila golf hér og tveir hringir á glæsilegum velli innifaldir í verðinu.

Í mínuskladdanum hins vegar að hér er aðeins morgunverður í boði og ekki síst að vikutími er assgoti skammur tími.

Ferð þessi eru í boði alla næstu mánuði en sérstakt tilboðsverð er á ferðum strax eftir páskahátíðina um miðjan apríl. Þá er hægt að fljúga til Tobago og njóta í viku niður í 150 þúsund á mann miðað við tvo í íbúð með sjávarsýn. Það er gróflega 40 prósent afsláttur frá hefðbundnu verði á þessar slóðir. Með fluginu til Englands og heim aftur má því klára svona pakka kringum 350 þúsund krónur alls á par eða hjón.

Sem er nú ekki mikið dýrara en fljúga beint héðan til Kanaríeyja. Allt um málið hér.