Skip to main content

Eins og við höfum áður tæpt á hér eru æði stór fjöldi flugfélaga að fljúga til og frá Íslandi en mörg þeirra gera lítið af því að kynna það fyrir fólkinu hér á klakanum. Eitt þeirra sem oft gleymist er hið franska Transavia.

Með Transavia er einfalt að komast víðar um Evrópu eða niður til Afríku ef því er að skipta.

Með Transavia er einfalt að komast víðar um Evrópu eða niður til Afríku ef því er að skipta.

Það er lággjaldaflugfélag Air France og Transavia hefur flogið til og frá Íslandi um nokkurra ára skeið yfir sumartímann. Svo er áfram þetta árið og þar má finna fargjöld báðar leiðir til Parísar og aftur þegar þetta er skrifað niður í 17 þúsund krónur eða svo.

En það er annað sem gerir Transavia að nokkru leyti betri kost en önnur lággjaldaflugfélög ef ætlunin er að fara lengra en til Frakklands. Bæði er það að Paris Orly flugvöllur er öllu betur staðsettur en Luton eða Stansted í Englandi. Oft er nokkur bið milli véla og þá er nú stutt að fara á frægar slóðir héðan. Tuttugu mínútna skottúr er að Versölum þaðan ef einhver hefur enn ekki litið það merkissetur augum svo aðeins eitt dæmi sé tekið.

Hitt er að Transavia flýgur meira til Afríku en margir aðrir. Túnis, Marokkó, Egyptaland og fleiri afrísk lönd eru á áætlun flugfélagsins frá Orly og eins og sést á meðfylgjandi mynd ódýrt að komast líka. Fez, Marrakesh og Casablanca aðra leið frá sjö til átta þúsund krónur og undir tíu þúsund krónum til Þessalóníku í Grikklandi.

Transavia flýgur frá Keflavík til Parísar í allt sumar og ágætt að bera það saman við fargjöld annarra og ferðast á sem ódýrastan hátt.