Skip to main content

Ritstjórn fær reglulega skeyti með óskum um aðstoð við að finna leiðir til að komast til karabíska án þess að veðsetja þurfi heimilið. Ef vikudvöl með öllu í Dominíska lýðveldinu heillar er möguleiki að gera það að veruleika í mars fyrir 170 þúsund krónur á mann eða svo.

Amalegur er hann ekki fimm stjörnu pakkinn á Puerta Plata frá Kanada.

Amalegur er hann ekki fimm stjörnu pakkinn á Puerta Plata frá Kanada.

Eins og við höfum ítrekað fjallað um eru æði margar leiðir til að komast undir karabísku sólina án þess að greiða hönd og fót en allar kosta þær oggupons leiðindi sem felast í millilendingu.

Sé fólk tilbúið til þess gegn því að spara skildinginn er nú í boði að kaupa vikupakka með öllu á fimm stjörnu hóteli við hina frægu Puerto Plata strönd Dominíska lýðveldisins frá Kanada fyrir 108 þúsund krónur á mann miðað við tvo í mars. Það er fantadíll en við þurfum að koma okkur til Toronto og heim aftur. Góðu heilli finnast flug báðar leiðir með Icelandair á allnokkrum dagsetningum kringum þessa ferð á 65 þúsund krónur á mann.

Tvinni fólk þetta tvennt saman er heildarkostnaður við dúlleríið í Dominíska fyrir tvo saman kringum 340 þúsund alls. Þar sem marsmánuður er ekki annasamur ferðamannatími í kanadísku borginni er kjörið að bæta við degi eða fleirum þar fyrir lítið og kannski kíkja aðeins í verslanir.

Í Toronto má nú dvelja þó nokkra stund og samt komast af með allt ferðalagið undir 400 þúsund krónum sem er lægra verð en á velflestum Kanaríeyjaferðum svo dæmi sé tekið.

Aðrar dagsetningar eru að sjálfssögðu í boði en þá eykst kostnaður lítillega. Nánar um þetta hér. Munið að hér er um kanadískan dollar að ræða.