„Góðar stelpur þvælast ekki einar síns liðs um götur eftir klukkan níu á kvöldin nema þær vilji eitthvað,“ segir einn sjömenninga sem dæmdur var fyrir hópnauðgun á ungri indverskri stúlku í desember 2012.

Fallegt land en misfallegt fólk.

Fallegt land en misfallegt fólk.

Þetta kemur fram í mögnuðu viðtali við einn þeirra sem verknaðinn framdi í heimildarmyndinni India´s Daughter.

Það var sú hópnauðgun seint um kvöld í strætisvagni sem kom af stað miklum mótmælum gegn þeirri hefð þarlendra að kvenfólk sé ívið ómerkilegra en karlmenn og eigi því oftast nær skilið það sem það fær. Hópnauðgun meðtalin.

Þetta skiptir máli því skömmu síðar var þýsk stúlka fyrir hópnauðgun í sama landi og ekki löngu eftir það var annarri evrópskri stúlku nauðgað. Á yfirstandandi ári hefur stúlkum frá Bandaríkjunum og Japan verið nauðgað á ferðalagi í landinu.

Það hefur sem sagt ekkert breyst. Sem er einmitt niðurstaðan í umræddri heimildarmynd. Stúlkum sem ferðast um Indland er hætta búin ef þær ferðast einar. Ekki hvað síst ef innfæddir sjá nauðgun sem sjálfsagðan hlut ef stúlka er á ferð seint um kvöld.

Farið varlega þarna úti og sérstaklega á Indlandi.