Við sögðum ykkur frá því um helgina að ferðaskrifstofan Heimsferðir byði nú jólagjafabréf með fínum vöxtum en bréf keypt á tíu þúsund dugar sem fimmtán þúsund krónur upp í ferð með fyrirtækinu. Nú bjóða Gamanferðir sams konar tilboð.

Fleiri aðilar bjóða nú fína skyndivexti með gjafabréfum sínum

Fleiri aðilar bjóða nú fína skyndivexti með gjafabréfum sínum

Hjá Gamanferðum, sem sérhæfa sig í hvers kyns ferðum á viðburði eins og knattspyrnuleiki og tónleika, gera menn reyndar örlítið betur en tíu þúsund króna gjafabréf þeirra hækkar samstundis upp í sextán þúsund krónur upp í næstu ferð.

Það verður að segjast að slíkt er til eftirbreytni og töluvert er þetta vænlegra en hefðbundin jólagjafabréf ferðaskrifstofa og flugfélaga hafa verið undanfarin ár þar sem smáa letrið hefur verið á stærð við símaskrána.

Hér, sem fyrr, skal þó hafa í huga að gjafabréf almennt er léleg jólagjöf. Undantekningarlítið þarf að nota þau innan ákveðins tímaramma, þeim er ekki hægt að skipta eða skila. Þá er endurgreiðsla illmöguleg í besta falli og valmöguleikar viðtakanda litlir sem engir. Nær væri að gefa beinharða peninga.

Nánar um málið hér.