Gammarnir voru ekki lengi að renna á lyktina. Neytendastofa þeirra í Brasilíu hefur vakið athygli á því að verð á flugi til og frá Brasilíu sem og innanlands rétt fyrir og á meðan heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu stendur er fimm- til sexfalt dýrara en að jafnaði.

Líklega verður enn dýrara en búist var við að heimsækja Brasilíu yfir HM næsta sumar

Líklega verður enn dýrara en búist var við að heimsækja Brasilíu yfir HM næsta sumar

Verstu dæmin sem talin eru upp varða þúsund prósent álagningu á flugi milli stórborganna Ríó de Janeiro og São Paulo. Það er þúsund prósent ofan á hefðbundið jafnaðarverð.

Meðan á HM stendur kostar flugið aðra leiðina rétt tæpar 40 þúsund krónur en ætli fólk að fljúga í næstu viku þarf aðeins að greiða rúmar fimm þúsund krónur.

Stjórnvöld hyggjast beita þau fimm flugfélög sem sek er um svo óheyrilega álagningu sektum hið snarasta enda mikið í húfi að HM takist vel upp.

Ekki má gleyma að Ríó er líka með Ólympíuleikana árið 2016 og gangi HM illa er hætt við að það geti dregið dilk á eftir sér.