Ekki allir geta skotist sísona út í heim fyrirvaralítið en þeir sem það geta og eiga einhverja seðla sem safna ryki gætu gert vitlausari hluti en skottast með Heimsferðum til Mallorca þann 23. ágúst. Vikutúrinn sá kostar þriggja manna fjölskyldu aðeins 129.900 krónur!

Hreint ágætt stökktilboð Heimsferða í boði þessa stundina
Það gerir svo mikið sem 43.330 krónur á haus og sé mið tekið af því að Primera Air, móðurfélag Heimsferða og flugrekandi, heimtar rúmar 40 þúsund krónur fyrir flugið eitt og sér þennan tíma, má hugsa sem svo að gistingin kosti manninn aðeins þrjú þúsund krónur eða svo.
Vissulega ekkert innifalið og hótelin sem í boði eru á þessum stökktilboðum Heimsferða fá sjaldnast verðlaun fyrir nokkuð en á hitt ber að líta að ekki kostar nein ósköp að fylla malla eða súpa mjöðinn á veitingastöðum Mallorca. Og hver er svo sem að hanga inni á herbergi í 30 stiga hita á Mallorca 🙂







