Árið 2014 byrjar æði vel fyrir okkur hjá Fararheill og við þökkum það dyggum lesendum okkar. Lesendum sem eru langþreyttir á skelþunnum íslenskum fjölmiðlum sem hafa versnað til mikilla muna frá Hruni.

Nei. Íslendingar eru ekki fífl. Þeir vilja kjöt á sín bein og miðað við tölur vefkönnunarfyrirtækisins Alexa frá miðnætti 30. janúar 2014 komast þeir í feitt og notalegt á Fararheill.is.

fhdate

Hvað þýðir ofangreint? Bounce rate stendur fyrir þann fjölda gesta sem heimsækir hvern vef fyrir sig en fer strax út aftur enda fátt sem heillar. Prósenturnar ná þrjá mánuði aftur í tímann. Daily pageviews merkir hversu margar síður eru skoðaðar af hverjum og einum gesti. Hver og einn gestur Fararheill skoðaði þann 30. janúar 39 síður/greinar og þeir eyddu tæplega 44 mínútum að meðaltali, daily time on site, á vefnum.

Til samanburðar þetta:

turdat

Hér skýtur skökku við. Getur verið að vefur túrista sem ætíð hefur fengið mikla umfjöllun í öllum fjölmiðlum landsins fyrir utan að skrifa sjálfur pistla í tvö dagblöð og ítrekað greitt fyrir auglýsingar á fésbókinni sé að koma alveg hörmulega út í samanburði við Fararheill? Sama Fararheill og nánast aldrei hefur notið neinnar kynningar neins staðar, aldrei kynnt sjálfan sig né keypt auglýsingar…

Hmmm.

En túristi er ekki einn um að vera aftarlega á meri:

mbdat

dvdat

visdat

predat

kjadat

vbdat

eyjdat

Nema Alexu skjátlist hrapallega er Fararheill.is betur og lengur lesinn en allir stærstu fjölmiðlar landsins. Hver gestur á Fararheill skoðar þann vef ívið lengur en meðalgesturinn á öllum ofangreindum miðlum til samans.

2014 verður gott ár. Rokk og ról og takk fyrir okkur.