Skip to main content
Tíðindi

Falleinkunn Iceland Express

  10/03/2009maí 11th, 2014No Comments

Síðan í haust sem leið hefur flugfélagið Iceland Express millilent í Frakklandi eða Þýskalandi í stöku flugum sínum hingað til lands. Ekki hefur það þýtt verðlækkun fyrir farþega þó um umtalsverða röskun sé að ræða í flestum tilfellum.

Ekki nóg með heldur voru nokkrir farþegar sem hingað koma frá London fyrir tæpum mánuði síðan afar fúlir með fleira en stopp í Friedrichshafen, sem er jú í þveröfuga átt frá Íslandi, heldur var fólki ekki gefinn kostur að fara úr vélinni og teygja úr sér þrátt fyrir 40 mínútna bið í Þýskalandi.

Steininn tók þó úr þegar í ljós kom þegar loks var haldið í átt til Íslands að hvorki matur né gosdrykkir voru til um borð. Samlokurnar búnar og eingöngu áfengir drykkir eftir til að væta kverkar.

Voru því flugfélaginu ekki vandaðar kveðjurnar þegar lent var í Keflavík laust fyrir klukkan tvö um nótt.

Iceland Express stærir sig af því að gera hlutina „með ánægju,“ en lítið fór fyrir henni að þessu sinni.