Skip to main content
Tíðindi

EasyJet lággjaldaflugfélag ársins í Evrópu

  24/10/2010október 25th, 2021No Comments

Lágfargjaldaflugfélagið Easyjet fékk flest atkvæðin sem besta slíka evrópska flugfélagið á þessu ári í árlegri verðlaunaafhendingu hjá fagsamtökunum World Travel Awards en aðeins starfsfólk í ferðaþjónustubransanum á heimsvísu hefur þar atkvæðarétt. Að þessu sinni tóku þátt 183 þúsund einstaklingar frá 160 löndum.

Verðlaunin eru ekki aðeins veitt fyrir þjónustu og verðlag heldur er einnig litið til þátta eins og rekstrar og hagnaðar. Stóð Easyjet sig þar vel á öllum sviðum en ólíkt meginkeppinautnum, Ryanair, hefur Easyjet haldið verðlagningu aðeins hærri en hefðbundið er hjá slíkum flugfélögum en á móti býður líka verulega mikið betri þjónustu.

Önnur lágfargjaldaflugfélög sem tilnefnd voru þetta árið voru Air Lingus, Air Berlin, bmibaby,Condor, Monarch og Vueling.