Fram til þessa hefur það verið kristaltært að farþegar easyJet hafa getað tekið með sér handfarangurstösku um borð svo lengi sem hún er ekki stærri, þyngri eða breiðari en reglur kveða á um. Ekki lengur.

EasyJet herðir handfarangursreglur sínar til mikilla muna. Mynd Clement Alloione

EasyJet herðir handfarangursreglur sínar til mikilla muna. Mynd Clement Alloione

Flugfélagið breytti fyrirvaralaust farangursreglum sínum fyrir skömmu og var ekki mikið að hafa fyrir að kynna breytingarnar heldur. Þær varða handfarangur en eftirleiðis er ekki lengur tryggt að handfarangur komist með ef þú ert að fljúga á allra ódýrasta miða.

Þetta þýðir að áfram er leyfilegt að hafa tösku með sér en í þeim tilfellum sem pláss er af of skornum skammti getur flugfélagið ákveðið að handfarangur þeirra sem fljúga á ódýrustu miðunum verði að geymast annars staðar. Hinir sem kaupa dýrari farmiða flugfélagsins eru hins vegar öruggir með að hafa sinn handfarangur hjá sér alla leiðina.