Skip to main content

Stærra, hærra, betra og flottara. Það virðist vera mottó allra helstu hótelkeðja heims að toppa hverja aðra með hverju nýju glæsihótelinu. Þau verða sennilega ekki mikið stórkostlegri en Marina Bay Sands hótelið í Singapore. Allavega ekki næstu fimm mínúturnar.

Dýrasta hótel heims en hér má engu að síður fá herbergi frá 45 þúsund krónum eða svo. mynd Edwin.11

Dýrasta hótel heims en hér má engu að síður fá herbergi frá 45 þúsund krónum eða svo. mynd Edwin.11

Hótelið er feykileg smíði og ekki er dapurt úrvalið af afþreyingu þar innandyra með fyrsta flokks kvikmyndasölum, stærsta spilavíti í landinu, fjölmarga veitingastaði, bari og heilsulindir, vatnskanal sem liggur eftir endilöngu hótelinu, stórt safn í laginu eins og lótusblóm og ekki má gleyma 150 metra langri sundlauginni í lystigarðinum á toppnum. Þá er enn ótalinn fjöldi verslana og þar eru engin flóamarkaðsverð í gangi.

Þetta dýrasta hótel sem enn hefur verið byggt á jörðu og kannski ekki flókið að sjá hvers vegna þegar myndirnar eru skoðaðar. Hvað prísana varðar er hægt að fá hér eitt af 2.560 herbergjum á 35 þúsund krónur eina nótt að lágmarki. Það er sennilega þess virði sé fólk á ferð um Singapore.