Skip to main content

Hartnær 20 bandarísk flugfélög hafa nú formlega sótt um leyfi til áætlunarflugs milli Bandaríkjanna og Kúbu en ferðamálayfirvöld á eynni gera sér vonir um að trekkja allt að fimm milljón manns strax á næsta ári.

Fleiri flugfélög hafa sótt um flugleyfi milli Bandaríkjanna og Kúbu en búist var við. Mynd Bud Ellison

Fleiri flugfélög hafa sótt um flugleyfi milli Bandaríkjanna og Kúbu en búist var við. Mynd Bud Ellison

Eins og Fararheill hefur greint frá eru þegar í boði ferðir milli landanna og hefur verið frá síðasta hausti. Þar þó aðeins um takmarkað leiguflug að ræða enda ekki enn að fullu búið að ganga frá öllum lausum endum í samskiptum ríkjanna.

Yfirvöld á Kúbu gera sér vonir um að allt að fimm milljónir sæki eyjuna heim strax á næsta ári sem myndi setja Kúbu á parið við Dóminíkanska lýðveldið sem vinsælasti áfangastaðurinn í karabíska hafinu. Það verða gríðarleg umskipti því árið 2015 var fjöldi erlendra gesta á Kúbu rétt rúmlega 1,5 milljón.

Það er því ólíklegt annað en þeir sem sækja um leyfi fái leyfi og gangi það eftir verður fljótlega hægt að komast beint frá New York, Los Angeles, Boston, Miami, Atlanta og Chicago til Kúbu og það með flugfélögum á borð við American, Delta og JetBlue svo nokkur séu nefnd.

[vc_empty_space height=“12px“][vc_basic_grid post_type=“post“ max_items=“6″ item=“basicGrid_SlideFromLeft“ grid_id=“vc_gid:1458055448310-d5898fbd-4f0a-3″ taxonomies=“205, 6107″]