Skip to main content

B uje er lítill en afskaplega sjarmerandi bær efst á toppi lítillar hæðar og er þaðan fínt útsýni til allra átta enda var hér upphaflega rómverskt virki. Sjálfur bærinn er heillandi þó hafi látið hann á sjá en það er hluti af þessu öllu saman. Hann hefur lítið breyst frá miðöldum og götur og stígar afar þröngir. Þá má enn sjá leifar virkisveggs Rómverja við bæjarmörkin.

Buje sem bær er tiltölulega grár og lítið fyrir augað. Helst er að kirkja bæjarins heilli ferðamenn fyrir utan gott útsýnið. Kirkja sú, Servul, er frá 16. öld og er byggð þar sem rómverskt musteri var áður. Sjá má leifar þess enn þann dag í dag.

Engu að síður er hér kjörland fyrir þá sem hafa hugsað sér að slaka á og það með afbrigðum vel. Heimamenn forvitnir um gesti og taka þeim opnum örmum sem hér dvelja lengur en það tekur að taka nokkrar myndir.

  • Kirkja heilags Servul
  • Gotnesk höll
  • Rómverskur virkisveggur
  • Menningarsafn