Tíðindi

Best að sneiða hjá Aþenu

  10/05/2010maí 17th, 2014No Comments

Það er órói í Aþenu. Ekki jólaórói heldur almennur órói borgarbúa sem eru lítt sáttir við niðurskurð stjórnvalda vegna hrapallegrar fjármálastjórnar undanfarin ár og áratugi. Það er því ekki ýkja gáfulegt að heimsækja Aþenu þessa stundina því líklegt er að á myndunum af Akropolis verði rauð flögg og fánar reiðra borgarbúa.

Samgöngur hafa farið verulega úr skorðum og aðstæður allar ekki til þess fallnar að fólk njóta borgarinnar og menningarinnar ýkja vel eða mikið. Þá eru skyndiverkföll algeng og verða líklega algeng fram á sumarið. Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir ókunnuga ferðalanga.