M argir gera sér til dundurs að baka saman hin ýmsu form úr piparkökudeigi og þá gjarnan fyrir jólahátíðina. Íbúar Bergen gera enn betur og þá nánar tiltekið börn á leikskólum borgarinnar norsku. Þau taka sig saman og búa til heila piparkökuborg og Bergen sjálf þar fyrirmyndin.

Piparkökuborgin í Bergen er orðin eitt helsta aðdráttaraflið yfir vetrarmánuðina í borginni. Mynd Steinar Kristoffersen/Bergen Sentrum

Piparkökuborgin í Bergen er orðin eitt helsta aðdráttaraflið yfir vetrarmánuðina í borginni. Mynd Steinar Kristoffersen/Bergen Sentrum

Þetta hafa þarlendir gert um langt skeið og nú er svo komið að Piparkökuborgin, Pepperkakebyen, er orðið að sérstöku aðdráttarafli en sökum stærðar dugar ekkert minna en sundhöll Bergen, Sentralbadet, undir herlegheitin. Enda vilja þarlendir meina að þarna sé um að ræða stærstu piparkökuborg heims ár eftir ár.

Kökuborgin er til sýnis alla jafna frá miðjum nóvember og fram til jóla og frítt fyrir smáfólk allt en fullorðnir þurfa að greiða 1.400 krónur eða svo. Sú upphæð fer rakleitt til kaupa á efni fyrir næstu byggingu að ári.

Margt fleira er athyglisvert í borginni eins og lesa má um í vegvísi Fararheill en þar er líka að finna hótelbókunarvél okkar sem býður LÆGSTU verð á gistingu. Punktur!