Dohop, Wow Air, Icelandair, hótelbókanir.is. Allir þessir aðilar auglýsa alls staðar vel og mikið að þeir bjóði lægsta verð á gistingu hvarvetna í veröldinni. Því miður láta flestir blekkjast.

Þetta lítur spennandi út. Útsýn frá Hotel the Serras í Barcelóna. Mynd Hotel the Serras.

Þetta lítur spennandi út. Útsýn frá Hotel the Serras í Barcelóna. Mynd Hotel the Serras.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við ætlum að sýna og sanna að þú finnur raunverulega lægsta verð á gistingu hjá okkur hjá Fararheill. Svo mikið lægra verð að þér gæti nú blöskrað. Eins og okkur blöskrar þegar fólk hugsunarlítið bókar gistingu um leið og flug af því það er svo einfalt og þægilegt. Þau þægindi kosta drjúgan skilding gott fólk.

Að þessu sinni veljum við besta hótelið í Barcelóna á Spáni samkvæmt 2015 lista TripAdvisor. Það er fimm stjörnu hótelið Hotel the Serras í gotneska hverfinu.

Við veljum líka af handahófi vikulanga dvöl þar og fyrir valinu varð 6. til 13. janúar að þessu sinni. Tímasetningin skiptir þó engu eins og þú getur sjálf/sjálfur gengið úr skugga um með samanburði.

Á vef TripAdvisor fæst uppgefið verð á hótelum sem þar finnast. Eins og sjá má á skjáskotinu hér til hliðar fæst gisting þessa ákveðnu viku á  Hotel the Serras eingöngu á Booking.com. Sem er strax undarlegt mál því hótelbókunarvélar skipta hundruðum talsins. Engu að síður er það Booking. com sem ofangreind íslensk fyrirtæki bjóða á sínum vefum.

Athyglisvert að risinn TripAdvisor finnur „aðeins“ gistingu hjá Booking. Takið eftir að verðið er 207.790 krónur MEÐ 32% afslætti. Skjáskot

Athyglisvert að risinn TripAdvisor finnur „aðeins“ gistingu hjá Booking. Takið eftir að verðið er 207.790 krónur MEÐ 32% afslætti. Skjáskot

Sé farið inn á vef Booking.com frá vef TripAdvisor færð þú meðfylgjandi mynd. Það ertu aldeilis í góðum málum. Það er SÉRSTAKUR 32% afsláttur á þessu fína hóteli einmitt þessa viku í janúar (einmitt). Við fáum vikuna hér umrædda daga fyrir 207. 790 krónur í stað „venjulegs“ verðs sem er 304.083 krónur. Þvílíkur sparnaður!!!

En vitibornir lesendur Fararheill vita sem er að sjaldan er allt sem sýnist. Sérstaklega ekki þegar kemur að stórfyrirtækjum eins og Booking.com.

Víkur nú sögunni að hótelbókunarvef Fararheill.  Ólíkt risanum Booking.com sem er í eigu risafyrirtækis í Bandaríkjunum er okkar vefur ástralskur og enn í eigu þeirra sjö einstaklinga sem stofnuðu hann í bílskúr í Sidney árið 2005. Hann var stofnaður af því að sjömenningunum blöskraði lítið aðgengi að samanburðarsíðum vegna hótela og ferðalaga.

Flettum upp vikulangri gistingu á Hotel the Serras 6. janúar til 13. janúar 2016 og það sem við fáum má sjá hér að neðan:

Hmmm. Næstum hundrað þúsund króna afsláttur hjá Booking en samt fjöldi aðila að bjóða lægri verð hjá Fararheill?

Hmmm. Næstum hundrað þúsund króna afsláttur hjá Booking en samt fjöldi aðila að bjóða lægri verð hjá Fararheill?

Þrátt fyrir „32 prósenta“ afsláttinn hjá Booking.com eru tveir aðilar aðrir að bjóða mun lægra verð á nákvæmlega sömu gistingu sömu daga. Hvorugir þeirra að þykjast bjóða sérstakan afslátt. Nei, við bjóðum gistingu hér umrædda viku á 178.284 krónur eða á rétt tæplega 30 þúsund krónu lægra verði en TripAdvisor segir allra besta verð hjá Booking.

Niðurstaðan eins og alltaf: ekki láta plata þig.