Mörgum þeim er ganga upp klettinn fræga á Gíbraltar á suðurodda Spánar bregður stundum í brún yfir ágengni margra þeirra apa sem þar ala manninn. Þeir sumir nokkuð ógnandi, frekir mjög og stöku sinnum jafnvel hættulegir enda geta þeir klórað og bitið ef svo ber undir. En nú hillir loks undir að þetta lagist.

Allra árásargjörnustu aparnir á Gíbraltar hafa nú verið sendir í útlegð til Skotlands. Mynd Kate Ure

Allra árásargjörnustu aparnir á Gíbraltar hafa nú verið sendir í útlegð til Skotlands. Mynd Kate Ure

Rúmlega 200 apar af serkjaætt dvelja á Gíbraltar og eiga þar samastað í klettaskútum en láta gjarnan á sér kræla þegar ferðafólk er í grenndinni enda vanir að fá matargjafir eða stela þeim jafnvel ef svo ber undir.

Slíkar gjafir hafa meðal annars valdið því að aparnir hafa gegnum árin orðið sífellt árásargjarnari og það svo mjög að sumum verður hreint ekki um sel.

Nú loks hafa menn gripið í tauma. Fækkað hefur í apahópnum um 30 dýr eða svo og þau verið send í sérstakan lokaðan dýragarð í Skotlandi. Það eru einmitt þau 30 dýr sem þótt hafa hagað sér verst kringum ferðafólk.

Það ætti því enginn að verða felmtri sleginn þar á næstunni allavega og um að gera að fara eins ofarlega í klettinn og hver getur því útsýn er vægast sagt stórkostleg til allra átta.