R itstjórn hefur aldrei farið í felur með aðdáun sína á Tallinn, höfuðborg Eistlands, sem er í senn nett sveitó með sínum rússneska keim en jafnframt eins nútímaleg og frekast er unnt að verða.

Tallinn er stórkostleg á allan hátt og nú er hægt að skoða hvern krók og kima í gamla

Tallinn er stórkostleg á allan hátt og nú er hægt að skoða hvern krók og kima í gamla

Það er ákaflega merkilegt og súrrealískt um leið að labba eina mínútu um eldgamlan borgarhlutann sem er heillandi hvert sem litið er og svo aftur þá næstu þvælast um í stórum glænýjum verslunarmiðstöðvum.

Efist einhver um yndislegheit Tallinn má bæði lesa um þau hér en þar sem myndir segja meira en þúsund orð er heldur ekki vitlaust að skoða heilt myndaalbúm af 360 gráðu ljósmyndum af borginni frá hinum ýmsu sjónarhornum. Með þeim er í raun hægt að skoða velflesta kima hins gamla borgarhluta Tallinn án þess að hreyfa feitan rassinn úr hægindastólnum. En við mælum reyndar ekki með því enda ekki sami hluturinn.

Sé einhver sem ekki smitast af löngun við skoðun á þeim skal fullyrt að viðkomandi er annaðhvort blindur eða náinn ættingi Guðbjarts Jónssonar frá Sumarhúsum.

Myndaalbúmið hér.