Tíðindi

Washington í flóru Icelandair

  06/10/2010maí 31st, 2014No Comments

Ekkert lát virðist vera á útrás Icelandair þetta árið. Þegar hefur verið tilkynnt um fjölda nýrra áfangastaða félagsins á næsta ári og nú bætist Washington DC í Bandaríkjunum við. Er þetta fimmti nýi áfangastaðurinn sem kynntur er fyrir næsta ár.

Sala á ferðunum hefst strax á morgun þó fyrsta flug eigi sér ekki stað fyrr en þann 17. maí á næsta ári. Verður eingöngu um sumarflug að ræða í þetta skipti og lýkur Icelandair ferðum sínum þann 13. september. Verður flogið fjórum sinnum í viku hverri yfir þennan tíma.

Ekki kemur fram í tilkynningu vegna málsins hvað fargjöld á þessari leið munu kosta.